Verðlisti

Góða kvöldið

Þá er maður sestur við tölvuna.  Ég er búin að setja upp verðlista og markmiðið er að vera ódýrusta borðbúnaðarleigan á markaðnum.  Ég er ekki með neitt afgreiðslugjald og viðskiptavinurinn skilar leirtauninu hreinu.

Leiguverð 

matardiskur, súpudiskur eða kökudiskur  50kr per stk,  bolli og undirskál 80 kr, gaffall og hnífur 40kr, súpuskeið 25 kr, teskeið eða kökugaffall 25 kr per stk, glas 50 kr,  er með rauðvíns, kampavíns, bjór og vatnsglös.

Er með ýmsa aukahluti, föt, skálar, bakka, mataráhöld.  Kaffibrúsar, hitaborð, súkkulaðibrunn.

Hafið endilega samband og ég geri ykkur tilboð.

Kveðja

Helga  s:6995736 


Gleðilegt árið

Gleðilegt árið og takk fyrir það gamla.

Ég var að setja inn myndir af nokkrum hlutum sem eru til leigu í borðbúnaðarleigunni.  Myndirnar eru ekki allveg nógu góðar en þar sem ég fékk nýja tölvu í jólagjöf ætti þetta að fara að gerast.  Verðlistinn er í vinnslu en ég get lofað ykkur að ég verð með ódýrasta verðið. 

Hafið það sem allra best þar til næst.

Helga í Helguráð


Prjónauppskrift

Halla mín  

 hér er uppskriftin

Trefill:

Fitjið upp 5 lykkjur með gulu á prjón nr. 2.5. Prjónið garðaprjón fram og til baka (allir prjónar sléttir).

1.prjónn(rangan): slétt

2.prjónn(réttan):2.sléttar, aukið í 1 lykkju, 1 slétt, aukið í 1 lykkju, 2 sléttar.

3.prjónn(rangan):slétt

Endurtakið 2 og 3 prjón og aukið alltaf í 1 lykkju fyrir innan 2 ystulykkjurnar í báðum hliðum á réttunni þar til 29 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið þá 22 garða.

Setjið nú ðara hverja lykkju á aukaprjón fyrir aftan (2 prjónar samsíða, þ.e 15 lykkjur á fremri prjóninum, 14 lykkjur á þeim aftari) Prjónið 1 sl. 1 gr. yfir lykkjurnar á fremri prjóninum 4 sm. 

Prjónið á sama hátt yfir lykkjurnar á aftari prjóninum.

Prjónið nú lykkjurnar af báðum prjónunum til skiptis yfir á 1 prjón, þ.e 29 lykkjur.  Prjónið 22-24 sm garðaprjón.

Setjið nú aðra hverja lykkju á auka prjón fyrir aftan (2.prjónar samsíða, þ.e 15 lykkjur á fremri prjóninum, 14 lykkjur á þeim aftari) Prjónið 1 sl. 1 gr. yfir lykkjurnar á fremri prjóninum 4 sm. 

Prjónið á sama hátt yfir lykkjurnar á aftari prjóninum.

Prjónið nú lykkjurnar af báðum prjónunum til skiptis yfir á 1 prjón, þ.e 29 lykkjur. Prjónið 22 garða

Takið nú úr á réttunni með því að prjóna 2 sléttar, 2 sléttar saman, prjónið áfram þar til 4 lykkjur eru eftir , 2 sléttar saman, 2 sléttar. Prjónið slétt til baka.  Takið alltaf úr á þennan hátt á réttunni þar til 5 lykkjur eru eftir.  Fellið af.

Frágangur:

Heklið utan um trefilinn með bláu með heklunál nr. 2,5. Byrjið við slétta og brugðna kaflann.  Festið bandið með 1 fastapinna, * heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 fastapinna í fyrstu loftlykkjuna af þessum þremur, hlaupið yfir 2 garða, 1 fastapinni utan um næstu lykkju*

Endurtakið frá * - *

 


Verið að vinna í myndatöku

góða kvöldið

Ég er að vinna í að taka myndir af borðbúnaðinum til að setja hér inná síðuna.  Þvottavélin er komin í hús og allt í gangi.  Frekari upplýsingar þegar myndirnar og verðlistinn verða tilbúin.

kveðja

Helga


Vélin komin í hús

long time

jæja það er orðið langt síðan frá síðustu bloggfærslu.  En uppþvottavélin mín er komin í hús og verður tengd á næstu dögum og þá er hægt að byrja að þvo diska og glös og leigja út í veislur.  Myndir eru í vinnslu og verðlistinn verður mjög sanngjarn. 

Hafið góðar stundir þar til næst.

kveðja

Helga í Helguráð


Biðstaða

Hæ hæ

Það er nú bara biðstaða í dag því uppþvottavélin er ekki komin í hús.  En ég leigði nú 30 manna kaffistell um helgina Wink 

Ég hef fengið mikla hvatningu í þessu og vil þakka öllum fyrir það.  Ég hef líka tröllatrú á að það sé markaður fyrir þessa leigu og mun leggja mig alla fram að vera með ódýra og góða þjónustu.

Kem með nýjar fréttir þegar uppþvottavélin lætur sjá sig, því það gerist lítið þegar aðalvinnutækið er ekki til staðar.

Bless þar til næst

Helga


Staðan í dag

jæja má til með að upplýsa stöðuna eins og hún er í dag hjá Borðbúnaðarleigu Helguráðs

Stór hluti af búnaðinum sem verður til leigu er komin í hús.  Svo er bara að bíða eftir uppþvottavélinni, hún er nú nauðsynleg í svona rekstri.

Markmiðið mitt með þessari leigu er að vera með góða og ódýra þjónustu.  Það sem í boði verður til leigu er almennur borðbúnaður (matar og kaffistell, hnífapör, glös)  stálbakkar, tertudiskar, hitaborð, súpupottur, áhöld og súkkulaðibrunnur.  þetta er sólarhringsleiga og skila þarf leirtauinu vel skoluðu.  Verð með serviettur, dúka og kerti til sölu.  Get útvegað ýmsar veitingar fyrir veislur. 

Opnunartími er eftir kl.15 á daginn þá aðalega er það samkomulagsatriði þar sem ég vil koma á móts við fólk um að þurfa ekki að nota vinnutímann í að sækja og skila.

Myndir og fleirri upplýsingar eru í vinnslu, eins heimasíðan.

Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega sendið mér tölvupóst á helgurad@internet.is  og ég mun hafa samband.

Kveðja

Helga í Helguráð


Komin í bloggheiminn

Tilgangurinn með þessu bloggi er að segja frá viðskiptahugmyndinni minn sem ég er að hrinda í framkvæmd.  Það er að opna borðbúnaðarleigu sem verður staðsett í bílskúrnum hjá mér og opið eftir klukkan 15 eða eftir samkomulagi.  Ég tel vera þörf fyrir þessa þjónustu.  Markmiðið er að vera með góða og ódýra þjónustu og opið á þeim tíma þar sem viðskiptavinirnir þurfa ekki að hlaupa úr vinnu til að sækja og skila leirtauinu, þar sem opnunartíminn verður aðallega samkomulagsatriði.

Verð með almennan borðbúnað, ásamt hitaborði, fötum, tertudiskum, áhöld, skálar og súkkulaðibrunn.

Fleirri fréttir síðar.

Kveðja Helga


« Fyrri síða

Um bloggið

HELGURÁÐ

Höfundur

Helguráð
Helguráð
Helguráð er fyrirtæki í eigu Helgu sem fær ýmsar hugdettur.  Helga er búin að fara á Brautargengisnámskeið sem er fyrir konur með viðskiptahugmynd.  Það er búið að blunda lengi að opna borðbúnaðarleigu og nú er verið að taka það skref.  Markmiðið er að vera með ódýran stílhreinan og fallegan borðbúnað á lágu verði.

Spurt er

Hvernig fréttiru af leigunni minni?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Q1 189
  • 100_6158
  • 100_6167
  • 100_6168
  • 100_6166

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1123

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband