13.1.2011 | 17:46
2011
Gleðilegt árið og takk fyrir þau gömlu.
Já Helguráð er enn starfandi þó að það sé búið að vera rólegt að gera í vetur.
Nú fer að styttast í fermingar og örugglega margir farnir að hugsa og plana hvað skal gera.
Það er enn sama lága verðið á leirtauinu hjá mér.
Súkkulaðið í súkkulaðibrunnin hefur reyndar hækkað og er komið í 3000 kr pokinn.
Kæru félagar hafið endilega samband ef ykkur vantar eitthvað fyrir veisluna.
kveðja
Helga
helgurad@internet.is
s:699-5736
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010 | 18:58
Súkkulaði
Súkkulaðið sem ég er að selja til að setja í súkkulaðibrunninn kostar 2500 kr. Mér var bent á það í dag að súkkulaðið væri skráð á 1800 kr hér á heimasíðunni og ég þakka fyrir þegar mér er sagt frá því sem er ekki rétt á síðunni.
Það er eitthvað smá laust um páskana, t.d Skírdag ( 1.apríl) ,annan í páskum (5.apríl)
Endilega hafið samband sem fyrst ef ykkur vantar borðbúnað í veisluna ykkar.
Kveðja
Helga
s:6995736
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 17:55
Bókanir
Góðan dag
Já árið leggst bara vel í mig, það eru byrjaðar bókanir fyrir fermingarveislurnar í apríl. Ég finn að í þessu árferði sem nú er að þá er fólk að gera meira sjálft heima hjá sér enda eru margir sem geta gert svo flotta hluti. Því er tilvalið að leigja sér diska og tilheyrandi borðbúnað.
Ég vil hvetja ykkur að skoða þetta fyrr en seinna því mér finnst eins að það verður meira um veislur í heimahúsum nú í ár en endranær.
Hlakka til að heyra frá ykkur.
kveðja
Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2009 | 21:36
GLEÐILEG JÓL
Kæru viðskiptavinir og aðrir
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
Kveðja
Helga hjá HELGURÁÐ ehf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2009 | 11:54
sumar
góðan dag
er veisla framundan hjá þér?
Vantar þig borðbúnað?
Vantar þig glös?
Vantar þig hitaborð?
Vantar þig kaffivél?
Ef það er já við einhverja þessara spurninga hér að ofan þá er ég með lausnina fyrir þig.
Hafðu samband í síma 699-5736 eða á email:helgurad@internet.is
kveðja
Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 12:22
Uppvask og aftur uppvask, bara gaman
Já það er bara búið að vera rosalega mikið að gera í uppvaskinu um páskana. Ég vil þakka öllum þeim sem leituðu til mín með leigu á borðbúnaði fyrir veislurnar sínar. Ég þurfti að synja nokkrum því ég er ekki með svo stóra leigu. En hlakka til þegar útskriftarveislurnar byrja og vona þá að fólk leiti til mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 18:17
verðlisti
hér er verðlisti og það miðast við stykkjaverð í sólarhringsleigu.
Kaffibolli m/undirskál 80 kr, kökudiskur 50 kr, kökugaffall 20 kr, teskeið 20 kr
matardiskur 50 kr, súpudiskur 50 kr, hnífapar (hnífur og gaffall) 40 kr
súpuskeið 25 kr
glas 50 kr og þá er átt við allar tegundir af glösum
kaffibrúsi 300 kr
kaffivél sem hellir uppá 2 lít brúsa 2500kr
Hitaborð 2500 kr
kertastjaki 50 kr
blómavasi 150 kr
Nánari upplýsingar veitir Helga í síma 699-5736
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 09:00
Þorrablót - fermingar
Nú fer að líða að þorranum og margir halda þorrablót í heimahúsum og því er kjörið að leigja borðbúnað.
Skipulagning á fermingarveislum eru að byrja og það er nú þegar farið að berast inn fyrirspurnir og pantanir inn fyrir fermingarveislurnar. Það er jú margir sem breyta sínum áformum og halda veisluna í heimahúsi í stað þess að vera í sal. Mér persónulega finnst heimaveislur alltaf skemmtilegri og persónulegri. Það er sama verð á leiguverðinu hjá mér og í fyrra og það er ekki á planinu að hækka. Svo endilega hafið samband sem fyrst ef ykkur vantar borðbúnað.
Kveðja
Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 22:42
Gleðilegt árið og takk fyrir það gamla
Ég vil óska öllum gleðilegs árs og með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er liðið.
kveðja
Þuríður Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2008 | 22:23
Vetrarstarfið að byrja
jæja gott fólk
Þá er maður að koma sér í gírinn fyrir vetrarstarfið. Ég er komin til byggða og er farin að sakna fjallana strax, mikið væri nú gott að geta bara búið í sveitinni . En það eru nú örugglega margar veislur framundan í vetur og því er um að gera að bóka borðbúnað fyrir veisluna.
Hlakka til að heyra frá ykkur.
Kveðja Helga s:699-5736
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
HELGURÁÐ
Spurt er
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar